fjallkonan.is  


Á vefsvæðinu fjallkonan.is birtast brot úr sögu kvenna á Íslandi frá 1874 og til dagsins í dag. Hvatinn að gerð vefsvæðis sem helgað er sögu kvenna er þátttaka Minjasafns Reykjavíkur í evrópsku samstarfsverkefni Making Women´s History Visible in Europe sem styrkt er af Sókrates – Grundtvig 2 menntaáætlun Evrópusambandsins. Starfsfólki Minjasafns Reykjavíkur þótti við hæfi á nýrri öld að nota nýjan miðil til að miðla vitneskju um sögu kvenna á Íslandi, efla áhuga og hvetja konur og menn til frekari rannsókna á þessu sviði. Vefsvæðið er einnig á ensku og tengt við heimasíður þeirra safna og stofnana sem tóku þátt í þessu verkefni en þau er að finna í eftirtöldum löndum: Danmörku, Þýskalandi, Austurríki, Spáni og Grikklandi.

Samhliða gerð vefsvæðisins voru tekin viðtöl við konur á ýmsum aldri úr ólíkum þjóðfélagshópum og eru bútar úr viðtölunum birtir á þessum síðum en viðtölin í heild eru varðveitt í Minjasafni Reykjavíkur.

 

Vefurinn er hannaður fyrir Internet Explorer, Flash og Windows Media Player

 
     

 

  English version, click here... Þakkir Heimildir (c)2005 Minjasafn Reykjavíkur